144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[14:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir ágætisumræður um þetta mál og ræðu. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra af hverju lífeyrissjóðirnir fá aðeins að fjárfesta erlendis fyrir 10 milljarða á meðan eingöngu fjórðungur innstreymis er í lífeyrissjóðina. Mig langaði að spyrja hvort það sé ekki möguleiki á því að ef lífeyrissjóðirnir fá aðeins að fjárfesta fyrir 10 milljarða að það verði hætta á enn meiri innspýtingu í núverandi fasteignabólu. Hvað ræður því að ákveðið var að fara þessa leið en ekki einhverja aðra?