144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[14:24]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að játa að ég skildi ekki til fulls fyrri hluta spurningarinnar en það er engu að síður svo að ég tel að það sé enginn með frítt spil í þessum frumvörpum eða þessari áætlun.

Varðandi útboð sem halda á á síðari hluta þessa árs er það mat okkar að það sé þannig hannað að það eigi ekki að valda óþarfaþrýstingi á gengið. Það mun hins vegar, ef vel tekst til, valda því að við leysum stærsta hluta þess vanda. Markmiðið er að sem allra minnst af aflandskrónunum fari inn á læsta reikninga og sem allra mest taki þátt í útboðinu. Það verður hannað með það í huga. Takist útboðið vel mun það geta skilað með óbeinum hætti, eða reyndar með beinum hætti í gegnum útboðið, (Forseti hringir.) gríðarlega miklum fjárhagslegum ávinningi sem getur hlaupið á tugum milljarða.