144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[15:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þm. Karl Garðarsson setti fram alvarlegar ásakanir í garð formanns Samfylkingarinnar í andsvörum hér áðan. Þær er ekki hægt að láta átölulausar. Hv. þm. Karl Garðarsson sagði að formaður Samfylkingarinnar hefði verið harður á því að verja hag kröfuhafanna og það hefði verið á allra vitorði.

Ég krefst þess, herra forseti, að hv. þingmaður dragi ummælin til baka og biðjist afsökunar. Ef hann gerir það ekki þá verði haldinn fundur í forsætisnefnd þar sem rædd verði viðbrögð við þessum alvarlegu brigslum þingmannsins.