144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[15:55]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég var að vona að ég þyrfti ekki að koma hérna upp því að hv. þm. Karl Garðarsson hefði þegar verið búinn að verða við bón hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur um að koma hér upp og draga þessi ummæli til baka og biðjast afsökunar. Þegar við heyrðum þetta trúðum við því náttúrlega ekki að hv. þm. Karl Garðarsson væri í raun að brigsla hv. þm. Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um landráð og gátum því ekki brugðist við strax eftir ræðu hans. Við vildum hlusta á orðin til að vera viss um að við hefðum heyrt rétt. Og við heyrðum því miður rétt. Ég ætla að ítreka ósk hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur um að verði þingmaðurinn ekki við þessari beiðni verði gert hlé á fundinum þegar í stað til að forsætisnefnd geti brugðist við þessu.

Það er nóg búið að ganga á í þessum þingsal, við verðum að draga línu í sandinn þegar brigsl eru með þessum hætti.