144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[15:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það hljóta að vera einhver takmörk líka í þessum sal. Við sjáum það núna þegar þessi frumvörp eru lögð fram hversu gífurlega miklir hagsmunir það eru fyrir þjóðarbúið að við getum losað þessi gjaldeyrishöft. Þá spyr ég: Hvað þýðir það annað en að fara gegn þjóð sinni að segja það að einhver verji hag kröfuhafa?