144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:09]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil taka fram strax í byrjun að ég var ekki að brigsla neinum um landráð, ég nefndi ekki það orð í ræðu minni, heldur vitnaði ég í grein sem var í Fréttablaðinu fyrir tveimur árum og ummæli hv. þm. Árna Páls Árnasonar í Hörpu um stjórnarskrárvarinn rétt kröfuhafa.

Hins vegar er það alveg rétt að ég sagði í lok ræðu minnar að hann hefði gengið erinda kröfuhafa á síðasta kjörtímabili. Það er líka alveg rétt sem stjórnarandstæðingar hafa sagt hér að ég gekk í rauninni of langt með þeim ummælum og ég bið hv. þm. Árna Pál Árnason afsökunar á því. Það var sagt í hita leiksins og ég tek undir að við eigum að vanda það sem við segjum í ræðustól og í þessu tilviki gekk ég einfaldlega of langt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)