144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Þá er það eitt, í fyrsta lagi er það hvernig tekjunum skal varið. Þá með sérstökum skatti á fjármálafyrirtækin sem leiðir af frumvarpi þessu og uppgjöri slitabúanna. Þetta er „basically“ — að það skuli áfram vera farið í kosningaloforð Framsóknarflokksins, ókei, menn virðast vera sáttir við þetta. Í öðru lagi er uppgreiðsla skuldabréfs varðandi endurfjármögnun Seðlabankans, það eru 145 milljarðar. Svo eru einhverjar aðrar skuldir 11 milljarðar. Þetta frelsar upp kannski 7 milljarða kr. minni vaxtagreiðslur ríkissjóðs strax í upphafi. Gott. Þetta lítur vel út.

Svo er aftur á móti restin, rúmlega 500 milljarðar, sem fer á sérstakan innlánsreikning ríkissjóðs í Seðlabankanum sem síðan skal nota til að greiða upp skuldir. Þessi innlánsreikningur er opinn fyrir ríkissjóð, ríkisstjórnin getur notað hann í samráði við Seðlabankann; hún þarf ekkert að hlýða Seðlabankanum varðandi það, hún getur notað þá, þ.e. ríkissjóður, sama hvort það er þessi ríkisstjórn eða næsta. Það er rosalegur freistnivandi að hafa 500 milljarða sem sitja í Seðlabankanum og er hægt, samkvæmt þessum lögum, að ráðstafa með fjárlögum. Þetta er ofboðslegur freistnivandi. (Forseti hringir.) Er ekki eitthvað sem við getum gert betur til að koma í veg fyrir að þessi freistnivandi sé til staðar og festa það einhvern veginn betur hvernig hægt er að ráðstafa þessu á ábyrgan hátt?