144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:36]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég nefndi reyndar aðeins áætlunina frá 2011. Hv. þingmaður kallaði eftir því að ég talaði meira um hana. Ég get þá gert það með því að lýsa yfir ánægju með að henni hafi ekki verið fylgt. Það var mikil gæfa, virðulegur forseti, enda gleymdu menn þar að gera ráð fyrir aðalatriðinu, þeir gleymdu að gera ráð fyrir þætti kröfuhafa föllnu bankanna í þessu öllu saman. En að menn skuli taka á því hér er, eins og ég nefndi í ræðu minni, meginástæðan fyrir því að þessi mál eru nú að leysast. En hvað varðar spurningu hv. þingmanns um skatta og skattstefnu og hvort óhætt sé að lækka skatta núna hef ég verið þeirrar skoðunar og er enn að það sé æskilegt að draga úr álögum á almenning þegar efnahagslegar aðstæður leyfa vegna þeirra miklu hækkana sem almenningur og reyndar fyrirtæki líka hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Ég get sagt hv. þingmanni það hér afdráttarlaust að þær ráðstafanir (Forseti hringir.) sem ríkisstjórnin mun grípa til í skattamálum verða í samræmi við (Forseti hringir.) það sem efnahagslífið leyfir að öðru leyti.