144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

breytingar á stjórnarskrá.

[10:41]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Fyrst smá viðbót varðandi breytingar á stjórnarskrá, ég hef gert ráð fyrir að það yrði eitt af því sem nefndin skoðaði, enda fer hún yfir stjórnarskrána í heild, að hún mundi þá líka skoða hvernig menn stæðu að breytingum á stjórnarskrá til framtíðar.

Hvað varðar annan fulltrúa Framsóknarflokksins þá á ég von á því að hann bætist í hópinn fljótlega. Við höfðum haft væntingar um tiltekinn aðila sem varð svo frá að hverfa vegna annarra verkefna, en það líður varla á löngu áður en við finnum einhvern annan góðan.