144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

vistvænar bifreiðar og fordæmi ríkisins.

[10:53]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka ágætishvatningu. Ísland er eins og menn þekkja líklega umhverfisvænsta land í heimi, a.m.k. þegar litið er til hvernig orkan er framleidd. Það eru fyrst og fremst bílarnir, skipin og flugvélarnar, samgöngutækin, sem nota enn þá gamla orkugjafa ef svo má segja, olíu og bensín. Þar af leiðandi er mjög æskilegt ef okkur tekst að draga þar verulega úr og bæta þar með enn frekar stöðu okkar í heiminum sem umhverfisvænt land. Allri hvatningu í þá veru er vel tekið, virðulegur forseti.