144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

endurskoðun laga nr. 9/2014.

[10:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er alveg óþarfi að þakka mér sérstakan áhuga á þessu máli. Ég hef áhuga á þessu og ýmsu fleiru. Ég legg áherslu á það og hef gert að þeim verkum sé lokið sem á að vera lokið og mér finnst lélegt að ráðherrann komi og segi að þetta mál verði á næstu þingmálaskrá. Það þýðir að það verður á þingmálaskrá sem verður lögð fram haustið 2015. Það stendur í þessum lögum að það eigi að endurskoða lögin fyrir árslok 2014. Það er einmitt út af þessum skilyrðum og því sem var sett inn í lögin sem við lögðum mikla áherslu á að lögin yrðu endurskoðuð.

Ég lýsi ekki neinum vonbrigðum yfir þessu því að ég átti svo sem ekkert von á því að staðið yrði vel að þessum málum. Þetta er (Forseti hringir.) náttúrlega ákaflega lélegt, hæstv. ráðherra.