144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lagasetning á kjaradeilur.

[13:48]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að grípa inn í kjaradeilur og það er grafalvarlegt mál. Það sýnir sig að stjórnvöld hafa ekki haft nokkra burði til að ráða við það verkefni að leysa úr kjaradeilu og hafa ekki komið með neitt útspil sem hefur liðkað til fyrir málinu. Kannski hefur það bara alltaf verið meiningin að þreyta menn til samninga eða að taka þennan snúning sem er verið að gera núna með engum undanfara. Það er skömm að því að nefndarfundir séu ekki einu sinni látnir falla niður þegar menn boða í gærkvöldi að það eigi að fara að setja lög á þessar vinnudeilur. Nei, það var svo brýnt að halda fund í atvinnuveganefnd til að ræða málefni stóriðjunnar að það var eini fundurinn sem var ekki afboðaður. Þetta sýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og veruleikafirringu. Ætla menn að missa þessar stéttir úr landi? Hvað halda menn að gerist með þeirri ákvörðun (Forseti hringir.) sem á að fara að taka hérna?