144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lagasetning á kjaradeilur.

[14:21]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það frumvarp sem hér liggur fyrir er alfarið á forsendum annars deiluaðilans, þ.e. ríkisins. Það er auðvitað mjög óeðlilegt því að það er sá aðili sem ekkert hefur gert til lausnar málsins. Hér er talað eins og við í stjórnarandstöðunni berum ekki hag sjúklinga fyrir brjósti. Auðvitað berum við hag sjúklinga fyrir brjósti. Þess vegna viljum við að þessar umönnunarstéttir séu metnar að verðleikum svo þær sinni sem best því hlutverki sem þær eiga að sinna. Borið er saman norræna vinnumarkaðsmódelið við íslenska vinnumarkaðsmódelið. En ættum við ekki líka að bera saman norræna velferðarkerfið og velferðarkerfið hér á Íslandi? Hvar ætlum við séum stödd í þeim samanburði? Er ekki kominn tími til að horfa til þess? Þessi ríkisstjórn, sérstaklega hæstv. utanríkisráðherra, hagar sé alltaf eins og hún sé í stjórnarandstöðu. (Forseti hringir.) Er það ekki bara málið að þessi ríkisstjórn á að fara frá og koma sér í stjórnarandstöðu þar sem hún á best heima? (Gripið fram í: Heyr, heyr.) [Lófatak á þingpöllum.] (Utanrrh.: Það má ekki flýja fortíðina.)