144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:39]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Yfirleitt er það svo þegar mál eru tekin hér á dagskrá með afbrigðum að ágætissamstaða ríkir um að gera slíkt, menn sjá í gegnum fingur sér gagnvart ríkisstjórninni sem þarf að koma með mál á dagskrá tiltölulega fljótt. En ekki í þessu máli. Hér sat meginhluti stjórnarandstöðunnar hjá við afgreiðsluna.

Við munum heldur ekki styðja að þetta mál sé rætt inn í kvöldið eða nóttina en ekki greiða atkvæði gegn því heldur. En ég skora þá á stjórnarliða og ráðherra í ríkisstjórninni að vera viðstaddir þá umræðu sem hér fer fram í kvöld. Ég skora á þá að taka þátt í henni og bera ábyrgð á því að eiga það samtali sem nauðsynlegt er að fram fari í þessum sal um þessi mál, og hefði mátt byrja á fyrir löngu og var boðið upp á það fyrir löngu síðan.