144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[15:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki orðið var við annað en að sú umræða hafi átt sér stað, bæði þingmanna í milli og eins milli þingmanna og ráðherra, um alllangt skeið, marga mánuði. Samningnefndirnar hafa auðvitað þetta verkefni fyrir höndum. Þar hefur samtalið átt sér stað (Gripið fram í.) eins og ég fór yfir í inngangsorðum mínum.

Hér er ítrekað spurt af hverju sá sem hér stendur flytji þetta frumvarp. Ég er búinn að fara yfir það en get ítrekað að þær kjaradeilur sem eru uppi varða fólk sem heyrir undir fjögur fagráðuneyti. Það var niðurstaða ríkisstjórnarinnar að fela mér að flytja þetta mál fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.