144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[15:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra flytur þetta frumvarp um verkfall á meðal annars heilbrigðisstarfsmenn fyrir ríkisstjórnina. Ég geri ráð fyrir því að hæstv. ráðherra vilji ekki leggja fram eitthvert frumvarp nema það sé nauðsynlegt, eins og hann hefur sagt. En þetta frumvarp er ekki nauðsynlegt til að leysa þessa deilu. Þetta frumvarp er ekki nauðsynlegt til þess að stöðva þessa kjaradeilu. Þetta frumvarp er ekki nauðsynlegt til að vernda sjúklinga aftur í þessu landi. Það er það ekki. Það er hægt að forgangsraða skattfé landsmanna eins og þeir vilja í heilbrigðiskerfið. Það kostar kannski allt að 4 milljarða í þessu tilfelli fyrir 1.600 stöðugildi en það kostaði 4 milljarða fyrir 800 stöðugildi þegar samið var við lækna. Það var vel gert að semja við læknana, en það kostaði samt sem áður að biðlistarnir hrönnuðust upp. Þið hefðuð getað sparað ykkur það að hranna upp biðlistunum og þið hefðuð getað samið, forgangsraðað (Forseti hringir.) skattfé landsmanna. Þetta frumvarp er ekki nauðsynlegt. Hvað segir ráðherrann um það?