144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:16]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég minntist ekki einu orði á skatta eða skattalækkanir. Ég var að tala um skuldaniðurfellingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ef þær voru svona gríðarlega vel heppnaðar af hverju hafa þær þá ekki lægt neinar öldur? Af hverju logar allt í ófriði á vinnumarkaði ef þetta var aðgerð sem allir voru svona rosalega ánægðir með og varð til þess að kjör heimilanna bötnuðu svona stórkostlega? Það var það sem ég var að tala um. Þetta var mislukkuð aðgerð. Ég spyr hæstv. ráðherra aftur: Af hverju hafa menn ekki notað þessi tvö ár til að koma á einhverri ró á vinnumarkaði og reyna að byggja upp þetta skandinavíska módel í staðinn fyrir ormamódelið sem hæstv. ráðherra lýsti svo ágætlega hér áðan?