144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[15:52]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hv. formann allsherjar- og menntamálanefndar, Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hvort hún sé sammála hæstv. heilbrigðisráðherra, flokksfélaga sínum, um að með því að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna sé verið að setja fyrsta flokks heilbrigðiskerfi í hættu. Kannski voru það ekki hans orð en að minnsta kosti er verið að setja heilbrigðiskerfið í hættu. Er hv. þingmaður, hv. formaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir, sammála því að þetta sé ekki nauðsynleg aðgerð af því að það væri hægt að fara þá leið að semja? Þessi ríkisstjórn hefur heimildir til þess að forgangsraða skattfé landsmanna í heilbrigðiskerfið, í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Það væri hægt að gera það. Er eitthvað lagatæknilegt sem bannar það? Og ef svo, hvað er það?