144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[17:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir mjög góða ræðu. Það sem ég hef kannski mestar áhyggjur af í þessu lagafrumvarpi er að það sé í raun og veru enginn tímarammi um hve lengi þessi ákvörðun gerðardóms á að gilda. Mig langaði að spyrja þingmanninn hvort hann þekki til þess hvernig þetta hefur verið, hvort svona hafi verið gert áður á Íslandi. Ég man alla vega ekki eftir því, en ég þekki söguna ekki nægilega vel til að geta með vissu séð fyrir hvernig hægt er að fyrirbyggja þessa óvissu. Er möguleiki að fá meiri hlutann til að setja tímaramma á þetta þannig að það mundi vera að mestu til eins árs?