144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:12]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að koma hérna upp til að þakka hv. þingmanni fyrir að hafa dregið upp þessi álit landlæknis til ríkisstjórnarinnar. Landlæknir hefur verið með miklar áhyggjur og ábendingar um að það sé hættuástand í heilbrigðiskerfinu í heilan mánuð og þessi gögn og bréf landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafa varpað enn skýrar ljósi á það að ríkisstjórnin forgangsraðar ekki í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Ég vildi koma upp til að þakka hv. þingmanni sérstaklega fyrir þetta.