144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:37]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í kvöldfréttum á RÚV í gær sagði forsætisráðherra að ekki hefði komið til lagasetningar á verkfall lækna því að þá hefði ekki komið upp sams konar hættuástand og nú. Eðlileg viðbrögð við þessari staðreynd væru auðvitað að ganga af fullri alvöru til samninga við geislafræðinga, lífeindafræðinga, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður sem endurspegluðu mikilvægi þessara stétta. En hvað gera Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur? Þeir setja lög á kvennastéttir í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin leggst alfarið gegn þessari lagasetningu og telur hana einkennast af virðingarleysi fyrir heilbrigðisþjónustunni, mikilvægustu stoð samfélagsins.

Þessi lagasetning er kveðja ríkisstjórnarinnar til kvenna þegar við fögnum 100 ára kosningarrétti. Ræðurnar sem stjórnarliðar munu flytja 19. júní verða í besta falli hjákátlegar.