144. löggjafarþing — 130. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[19:04]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð ekki þessar breytingartillögur minni hlutans. Það er ljóst miðað við 3. gr. að gerðardómur getur eftir atvikum litið til annarra kjarasamninga varðandi lengd á ákvörðun gerðardóms. Jafnframt er þetta eitt af þeim atriðum sem aðilar vinnudeilunnar geta komið sér saman um, eins og getur um í 2. mgr. 3. gr., en þar kemur fram að komi aðilar sér saman um einhver efnisatriði í deilunni án þess að vilja gera um það dómsátt skuli kjaradómurinn taka mið af því.

Jafnframt er í 3. mgr. gert ráð fyrir að gerðardómurinn geti beitt sér fyrir samkomulagi eða dómsátt milli aðila um ákveðin atriði. Þannig að það eru ákvæði í frumvarpinu sem koma hér til.