144. löggjafarþing — 130. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[19:07]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Það er ekki af neinni gleði sem maður tekur þátt í þingstörfum í dag, en á meðan á samningaviðræðum hefur staðið hefur bilið milli aðila lítið minnkað og lög á verkföll má aðeins setja ef ríkir almannahagsmunir eru að baki. Það eru tveir hópar sem knýja dyra hjá okkur þingmönnum, það eru þeir sem eru í verkfalli og þeir sem verkfallið bitnar á. Hér er tekið fram að samkvæmt lögum þurfi að gæta þess að ekki sé um of víðtæka eða langvarandi skerðingu á samningsrétti að ræða og vil ég benda á að enn þá er heimilt að semja. Eftir erfiða fundi morgunsins, þar sem m.a. landlæknir kom á fund allsherjar- og menntamálanefndar, segi ég já.