144. löggjafarþing — 131. fundur,  15. júní 2015.

lausn deilna í heilbrigðiskerfinu.

[15:32]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst nefna hér að það hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála við fjárlagagerð síðustu tveggja ára. (JÞÓ: Það vantaði 3 milljarða síðast.) Það hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála síðustu tvö ár. (JÞÓ: 3,5 milljarðar í …)

Virðulegi forseti. Er hægt að fá hlé til að halda ræðu sína? (Forseti hringir.) Ef hv. þingmaður vill svar skal hann gefa ræðumanni færi á að svara. Þetta gjamm er að verða algjörlega óþolandi. Ef ætlast er til svara skal gefa frið til svars. (Gripið fram í.)