144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

áætlun um þinglok.

[15:39]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil segja það að stjórnarandstaðan núna er eins og fermingarbörn miðað við hvernig stjórnarandstaðan var á síðasta kjörtímabili. Það ætti hæstv. fjármálaráðherra að vita manna best. Núna erum við með í fanginu þetta makrílmál sem er nú ekkert smámál, en stjórnarmeirihlutinn telur að hægt sé vippa í gegnum þingið sisvona eftir að þrjár vikur eru liðnar frá því að þinginu á að vera lokið, þegar komnar eru meira en 51 þús. undirskriftir um að ekki eigi að ráðstafa nýjum tegundum nema til eins árs. Nei, þá á að þjösnast með þetta frumvarp í gegn sem hlutdeildarsetur makríl til ókominnar tíðar, takk fyrir. Það er þetta litla mál sem við eigum að leyfa að renna sisvona í gegn. Það kemur auðvitað ekki til greina. Svona mál á að fara til umræðu í vetur þegar þessi mál eru öll undir. Það er ekki hægt að ætlast til þess af stjórnarandstöðunni að láta eitthvað svona renna óáreitt í gegn.