144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

ný starfsáætlun.

[16:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þetta er eiginlega bara orðið fyndið á sinn kaldhæðnislega og sorglega hátt að við séum hér í fjórðu viku eftir að starfsáætlun lauk að biðja um að hafa einhvern ramma utan um störf okkar, að biðja um að við getum skipulagt vinnuna. Við erum hér kjörin á þing. Við erum fulltrúar fyrir kjósendur okkar og við getum ekki sinnt starfsskyldu okkar. Mér finnst það rosalega óþægileg staða.

Ég skil ekki hvernig — kannski er það bara reynsluleysi, enginn af þeim sem nú eru ráðherrar hefur áður verið ráðherra og kannski skilja þeir ekki þá ábyrgð sem fylgir því að hafa þá miklu ábyrgð sem þeir bera, forustumenn stjórnarflokkanna. Það þýðir ekki, forseti, að fara alltaf gegn þeim sem rétta (Forseti hringir.) út höndina, en við höfum ítrekað rétt fram sáttarhönd.