144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

ný starfsáætlun.

[16:35]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég held að undir þessum lið hafi komið fram margar ágætar röksemdir fyrir því sem er alsiða á öðrum vinnustöðum í landinu, að það sé rétt og skylt að gera þingmönnum grein fyrir því með hvaða hætti þingstörfin eigi að halda áfram ef þau eiga að halda áfram. Forseti lýsti því yfir við þingsetningu í haust að ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar kæmu ekki tímanlega fram með mál þyrftu þeir ekki að vænta þess að þau yrðu afgreidd. Nú reynir á hvort forseti meinti það sem hann sagði við þingsetninguna og setji ráðherrum skorður við því hversu seint og með hversu vanbúin mál þeir geta komið með inn í þingið.