144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

efling tónlistarnáms.

791. mál
[17:11]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég spurði um það áðan hvenær að jafnaði eldhúsdagur hefði verið haldinn hér og vill svo heppilega til að ágætur vinur minn sendi mér upplýsingar um það utan úr bæ því að ég hef ekki fengið upplýsingar um það frá forseta, þannig að það er ágætt að eiga góða að. Á síðustu 30 árum hefur eldhúsdagur fimm sinnum verið í júní, en þó aldrei seinna en 14. júní, það var árið 2010. Maður veltir því auðvitað fyrir sér, forseti, hvenær standi til að halda eldhúsdag að þessu sinni og hvort forusta þingsins sjái fyrir sér að eldhúsdagurinn verði nú í hið fyrsta sinni á 30 árum haldinn í júlímánuði, hvort komið sé að þeim þáttaskilum í þessu þinghaldi, því að þau eru orðin allnokkur að því er varðar reiðileysið hér.