144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:35]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú hafa nærri 200 heilbrigðisstarfsmenn sagt upp störfum á Landspítalanum að undanförnu og þetta þing ætlar að halda áfram að starfa. Það er kominn tími til að að meiri hlutinn hérna leyfi okkur að eiga sérstaka umræðu í þinginu um þá grafalvarlegu stöðu sem er í heilbrigðiskerfi okkar í kjölfar þess að meiri hluti Alþingis setti lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna, og allar uppsagnirnar í kjölfarið. Við verðum að fá tækifæri til að ræða það. Það er bón okkar. Það er það sem við leggjum til við meiri hlutann í þinginu, meiri hluta þingmanna sem hefur dagskrárvaldið í sínum höndum, að við fáum að ræða þá grafalvarlegu stöðu í þinginu. Það er bón okkar.