144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:39]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þrjár vikur hefur þessu þingi verið stýrt úr forsætisráðuneytinu í gegnum hæstv. forseta með þeim hætti að hér er ekkert skipulag, hér er engin starfsáætlun og það er engin sýn á hvert við erum að fara eða hvað er um að ræða. Í slíku ástandi er brotið á almennum þingmönnum með því að þeim er haldið frá þeim möguleika að geta átt hér samtal við ráðherrana í sérstökum umræðum. Okkur er haldið frá fyrirspurnatímum þar sem eru munnlegar fyrirspurnir, ég veit ekki betur en að það bíði einar 16 fyrirspurnir, og hér bíður fjöldinn allur af sérstökum umræðum. Það sem við erum að biðja um með þessari dagskrártillögu er einfaldlega að fá þessar umræður á dagskrá. Ein þeirra er frá 19. janúar síðastliðnum frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni um jöfnuð í samfélaginu og skatta, 19. janúar.

Þessi ríkisstjórn (Forseti hringir.) stendur sig engan veginn í því að sinna þinginu og hæstv. forseta er stýrt af þessari sömu ríkisstjórn. (Forseti hringir.) Hann þarf núna að fara að taka sig saman í andlitinu og ná einhverri stjórn á þessu þingi.