144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:41]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það leiðir af sjálfu að ef ríkisstjórnarmeirihlutinn vill halda þingi að störfum hér allt sumarið þá hljóta þingstörf að þurfa að ganga með eðlilegum hætti allt sumarið. Ráðherrar geta ekki sleppt því að svara fyrirspurnum, eins og þeir hafa komist upp með í nokkrar vikur. Það hafa ekki verið neinir fyrirspurnatímar á mánudögum, eins og venja er og eðlilegt er. Sérstakar umræður hafa ekki verið á dagskrá. Ég held að það sé full ástæða til þess að við tölum um það sem máli skiptir í samfélaginu, um það sem liggur á þjóðinni. Það hefði auðvitað verið ágætt og heppilegt að hafa til dæmis á þessum tímapunkti sérstaka umræðu um hinn tóma túlkasjóð, á sama tíma og mótmælin eru hér fyrir utan á Austurvelli. Við hljótum að haga dagskránni með þeim hætti að hún samrýmist því að þingið sitji allt árið og um það snýst þessi tillaga.