144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:43]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég gleymdi að nefna eitt hérna áðan. Ef meiri hluti þingsins samþykkir þessa dagskrártillögu þá getum við farið að ræða þessi mikilvægu mál undir liðnum sérstakar umræður sem er samkvæmt þingsköpum lögbundið verkfæri okkar til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Það er ekki í krafti þess að ekki sé starfsáætlun hérna sem hægt er að halda þessu eftirlitsverkfæri þingmanna með framkvæmdarvaldinu lengur. Það verður að fara að hleypa þingmönnum með meiri og virkari hætti að því að veita þessari ríkisstjórn aðhald og hafa eftirlit með henni. Þetta snýst um það. Ef við samþykkjum þetta mál núna þá þýðir það bara að við getum haft eftirlitshlutverkið virkt í upphafi þingfundar á morgun og svo slítur forseti þingfundi og boðar til nýs (Forseti hringir.) þingfundar með dagskrá. (Forseti hringir.) Þetta snýst um það. Þetta er ein önnur ástæða, eftirlit með framkvæmdarvaldinu.