144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þingmenn meiri hlutans hljóta að taka undir með okkur um að hér sé þörf á að hafa einhverja dagskrá þannig að við getum vandað til verka. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir því að fá sérstakar umræður um mjög mikilvæg málefni. Mér finnst svolítið skringilegt að hér sé endalaust verið að kasta spreki frá Framsóknarflokknum á eitthvert ófriðarbál þegar við vorum svo nálægt því að semja. Því miður hefur það verið þannig að Framsóknarflokkurinn hefur hagað sér mjög undarlega miðað við hvað við vorum búin að ná miklum sáttum um nánast allt. Þessi orð hv. þingmanna Framsóknarflokksins núna eru einkennandi fyrir furðulegan æðibunugang sem mér er fyrirmunað að skilja, þannig að ég vona bara að þingmenn meiri hlutans greiði atkvæði með þessari dagskrárbreytingartillögu.