144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:58]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta er skemmtilegt hlutskipti, að í hvert skipti sem allir eru búnir að koma hér upp býflugum og blómum í haga þá kemur einhver framsóknarmaður með vesen af því að hann segir satt um hvernig ástandið er hérna. Það er náttúrlega bölvað vesen, það er eins gott að vera ekkert að því. Ég ætla bara að segja aftur að undirstaða þess að hægt sé að semja um eitthvað er að traust ríki. En stjórnarandstaðan hefur sýnt til þessa í þessum upptakti að lokum þingsins að hún er ekki traustsins verð. Þess vegna þurfum við að halda hérna áfram og þess vegna hvet ég hæstv. forseta enn til þess að halda mönnum við efnið, að við höldum uppi þróttmiklu starfi og góðum orðræðum og einstaka veseni ef með þarf, en við skulum taka höndum saman og reyna að klára þetta þing með einhverjum bravúr.