144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[19:11]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Meiri hluti þingsins hafnar því að virkja eftirlitshlutverk þingsins sem hefur legið niðri og forseti hefur ekki viljað virkja núna í einhverjar vikur. Það er ekki gott, það er mjög slæmt. Forseti hefur samt sem áður valdið til þess að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá á morgun því að þótt meiri hlutinn hafni þeirri tillögu að virkja þetta hlutverk núna í kvöld, þá getur forsetinn samkvæmt 60. gr. þingskapa sett á dagskrá þingfundar sérstakar umræður þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Hvers vegna er þetta mikilvægt? Jú, eins og segir í 49. gr. þingskapa:

„Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins. Eftirlitshlutverk Alþingis snýr að ráðherrum sem bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum, sbr. 14. gr. stjórnarskrár.“

Það er mjög alvarleg stjórnarframkvæmd að leggja fram frumvarp um lög á verkfall sem meiri hlutinn hérna samþykkti, 200 heilbrigðisstarfsmenn hafa sagt upp. (Forseti hringir.) Þetta er mjög alvarlegt. Við þurfum að geta átt sérstaka umræðu með ráðherra um þetta.