144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[19:14]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er óhjákvæmilegt að setja á dagskrá umræður um þau mál sem hæst ber í samfélaginu. Þessi stjórnarmeirihluti hlýtur að þola að ræða afleiðingar lagasetningarinnar sem svipti fólk samningsrétti og batt enda á verkföll fyrir örfáum dögum síðan. Það var mjög misráðið. Við vöruðum sterklega við þeirri framgöngu. Afleiðingarnar eru að koma í ljós fyrir öryggi sjúklinga, en ríkisstjórnarmeirihlutinn vill ekki ræða það. Sama er með verðtrygginguna. Það er mjög athyglisvert að nú berast fréttir af því að flest bendi til að fram undan sé hækkunarhrina vaxta og verðbólgugusa sem mun líklega gera heimili landsins þannig sett að hin dýra skuldamillifærsla mun að engu verða orðin eftir nokkra mánuði. Vill Framsóknarflokkurinn ræða það hvernig hann lofaði því að hægt yrði að afnema verðtryggingu vandræðalaust í einni svipan (Forseti hringir.) og nú væri rétti tíminn til þess? Nei.