144. löggjafarþing — 135. fundur,  23. júní 2015.

orð þingmanna í garð hver annars.

[14:10]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Ummæli mín hér áðan má skoða í samhengi við ræðu hv. þingmanns sem ég vitnaði til áðan og ég legg til að ef mönnum finnst ég hafa farið offari í þessu máli að við setjumst yfir útprentun á þessari ræðu og þá mun það koma í ljós að það sem ég sagði var fullkomlega eðlilegt. Ég þakka fyrir margítrekaðar tilraunir til þess að kenna mér mannasiði sem komu úr ýmsum áttum. Ég mun eflaust taka þær til greina að svo miklu leyti sem ég tel viðkomandi vera færa um að eiga svoleiðis lagað aflögu (Gripið fram í.) og mun örugglega gæta að því að fara alla vega ekki brattar fram en þeir hv. þingmenn sem hér hafa gengið hvað harðast fram í að gagnrýna mig fyrir þetta. (JÞÓ: Er ekki sama hvaðan gott kemur?)