144. löggjafarþing — 135. fundur,  23. júní 2015.

orð þingmanna í garð hver annars.

[14:12]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til að segja að ef ég gekk of langt og fór yfir strikið í ræðu minni undir liðnum um störf þingsins vil ég biðja afsökunar á orðum mínum.

Það var ekki ætlun mín að gjaldfella orðið einelti og gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir því því að ég þekki það verulega vel sjálf. Andrúmsloftið hér í þingsalnum undanfarna daga hefur verið virkilega erfitt og mér finnst það rangt þegar ég sé og hlusta á þingheim gera lítið úr öðru fólki og fjöldi fólks hlær og tekur undir það. Ég hef kannski tekið of stórt upp í mig og ef svo er vil ég biðjast afsökunar á því.