144. löggjafarþing — 135. fundur,  23. júní 2015.

orð þingmanna í garð hver annars.

[14:15]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Sá sem hér stendur er breyskur maður. Honum verður oft á. Hann segir oft hluti sem eru vanhugsaðir, stundum í fljótræði, stundum hluti sem hann sér eftir en þessi maður er ekki þangað kominn að hann þurfi að taka kurteisisleiðsögn frá hv. þingmanni sem hefur orðið ber að því í þessum ræðustól að kalla andstæðinga sína hryggleysingja, skriðdýr og annað þess háttar. (Gripið fram í.) Þess vegna frábið ég mér kurteisishjal frá þeim hv. þingmanni, takk.