144. löggjafarþing — 135. fundur,  23. júní 2015.

orð þingmanna í garð hver annars.

[14:17]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég óska eftir því að hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson komi í þingsal og lesi upp úr þingræðum hvar ég hef kallað menn í þessum sal skriðdýr. Ósk mín er einfaldlega þessi: Hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson skal koma hingað í salinn og sýna mér hvar ég hef notað þetta orð og um hvern. Auðvitað veit ég að ég hef hvergi sagt þetta og hv. þingmaður veit það sjálfur. Hann á þess vegna að vera maður að meiri og láta sína síðustu ræðu hér falla undir flokkinn sem hann byrjaði á að tala um áðan, þ.e. orð sem hann segir vanhugsuð, og biðjast afsökunar vegna þess að hvergi hef ég notað þetta orð hér og ber af mér svona áburð.