144. löggjafarþing — 135. fundur,  23. júní 2015.

orð þingmanna í garð hver annars.

[14:19]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Forseta hefði verið í lófa lagið að slá í bjölluna kl. 14 og gera hlé á þingfundinum, sama í hvaða ástandi þingsalurinn var. Núna erum við hins vegar búin að bíða í 20 mínútur eins og illa gerðir hlutir niðri í forsætisnefndarherbergi og ég tel þá eðlilegast að forseti ákveði nýjan tíma og boði okkur aftur til fundar. Nú erum við öll komin út og suður vegna þess að við fengum engin boð um að breytt hefði verið um tíma.