144. löggjafarþing — 136. fundur,  24. júní 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[17:19]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætla að ræða fundarstjórn forseta. Ég hef lýst yfir áhyggjum mínum undanfarnar vikur af því hvernig fundarstjórn forseta er orðin í þinginu. Hér koma stjórnarandstöðuþingmenn upp og misnota hvern dagskrárliðinn á fætur öðrum, ræða óskyld mál í óskyldum dagskrárliðum.

Úr því að verið er að tala um það að raunverulega sé verið að tala um aðra þingmenn eða spyrja aðra þingmenn, þá er það heimilt samkvæmt þingsköpum án þess að viðkomandi þingmaður rjúki upp í fundarstjórn forseta og beri blak af sér. Ég held að þeir hv. þingmenn sem eru í þingsalnum núna, þegar klukkan er að verða hálfsex, hefðu átt að hlusta á andsvör hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar við hv. þm. Harald Benediktsson, sem fjölluðu um mig. Ég var samt í ræðu á eftir.

Virðulegi forseti. Það er algjörlega búið að tapa stjórn á þingsköpum og því hvað á að ræða undir hvaða dagskrárlið, því miður. Ég hef áhyggjur af þessu.