144. löggjafarþing — 136. fundur,  24. júní 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[17:22]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi liður um fundarstjórn forseta er notaður í ýmsum tilgangi. En ég skil ekki alveg, ef hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar í ræðu um þetta mál, sem snýr að Bakka, er þá eðlilegt að ég fari í andsvör við hann og rifji upp einhver orð sem hann lét falla fyrr (Gripið fram í: Að sjálfsögðu.)(Gripið fram í: Auðvitað.) í andsvari, sem snúa ekki einu sinni að ræðu, nema hann ætli að endurtaka orð sín um þetta ljósrit sem hér stendur? Ég skil ekkert í þessu. (Gripið fram í.)