144. löggjafarþing — 137. fundur,  25. júní 2015.

loftslagsbreytingar.

[10:50]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Vissulega þarf að taka á meira en að hver og einn hugsi um sig. Ég vil samt ítreka að hver og einn getur samt hugsað um hvernig hann lifir og lífsstíllinn hefur áhrif á loftslag hjá mjög mörgum.

Það er alveg rétt að við Íslendingar stefnum að því og forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða. Við búum við mikla sérstöðu sem betur fer með okkar grænu orku en við þurfum að gera betur, ég tek heils hugar undir það, og ekki síst í samgöngum almennt og líka hjá fiskiskipaflotanum. Við erum núna í samvinnu við sveitarfélögin við undirbúning á þessari Parísarráðstefnu og mér finnst mjög líklegt að fulltrúar frá borgarstjórn Reykjavíkur muni vera með í sendinefndinni í París, vegna stefnu um grænni borg. (Forseti hringir.) Við getum aukið rafbílavæðingu, það er eitt af okkar markmiðum, og svo vil ég stórauka kolefnisbindingu í skógrækt.