144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:16]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sannarlega tek ég undir þau orð þingmannsins að mikilvægt sé að vanda til verka. Þetta er grundvallarlöggjöf á sviði umhverfismála. Við viljum sannarlega vanda okkur. Við viljum líka reyna að ná sem víðtækastri sátt. Þannig höfum við unnið allt sl. ár. Þessu var vísað til nefndarinnar til að unnt væri að vinna að því með það að leiðarljósi. Eins og ég gat um í framsöguræðu minni hefur ráðuneytið verið í mjög mikilli og góðri samvinnu við nefndina og farið meðal annars á fjóra fundi til að upplýsa hana um gang mála og heyra sjónarmið. Mér er tjáð í ráðuneytinu að það muni ekki eftir að það hafi verið unnið svo náið með nefnd áður að framgangi mála.

Ég get ekki annað en endurtekið að ég held að það sé afar mikilvægt til að reyna að ná þeirri sátt sem viljum að stefna á 15. nóvember.