144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:22]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka orð þingmannsins og tel að við séum öll sammála, eins og hefur verið unnið að undanförnu, að við viljum vanda okkur við þetta verk við náttúruverndarlögin. Ég þakka öllum nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir vinnuna undanfarin tvö ár vegna þess að í tvö ár hefur nefndin raunverulega verið að vinna alveg frá því að nýtt kjörtímabil hófst, en sérstaklega hefur verið farið gaumgæfilega yfir breytingar núna í allan vetur.

Ég vil þakka fyrir góð orð sem hér hafa fallið og vona að nefndinni takist ætlunarverk sitt ásamt ráðuneytinu að búa til vandaða löggjöf um náttúruna.