144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:28]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott að heyra að málið hafi verið í forgangi í ráðuneytinu, bæði í tíð hæstv. núverandi ráðherra og fyrrverandi, en ég býð ekki í það að sjá mál sem ekki eru í forgangi miðað við þann tíma sem þetta tók.

Mér sýnist hæstv. ráðherra ekki hafa svarað seinni spurningunni eins og ég lagði hana upp. Ég skil umsögn fjármálaráðuneytisins svo að lög um náttúruvernd nr. 60/2013, lögin sem nú á að fresta, hafi aldrei verið sett inn í ríkisfjármálaáætlun. Er það réttur skilningur og ef svo er, af hverju ekki? Var þessu máli aldrei ætlað að verða að lögum?