144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:30]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var víst gert samkomulag um að fresta gildistöku laganna 1. júlí 2015. Það er staðreynd málsins. Það var gert í umhverfis- og samgöngunefnd. Ég hef spurt félaga mína hvort það sé ekki rétt og þeir hafa staðfest það. Þess vegna kom mér verulega á óvart að við skyldum vera að ræða þetta mál. (Gripið fram í.) — Nei. (Gripið fram í: Jú.) (Gripið fram í: Hvaða rugl er þetta?)

Virðulegi forseti. Við í umhverfis- og samgöngunefnd munum að sjálfsögðu vinna málið hratt og örugglega og reyna að klára það fyrir 15. nóvember, en ég held að við ættum að virða það samkomulag sem hefur verið í gildi (Gripið fram í.) milli stjórnar og stjórnarandstöðu um framgang þessa máls. Ég veit að hv. þm. Svandís Svavarsdóttir telur sig ekki bundna af því, enda sat hún ekki í nefndinni þegar málið var þar til umræðu og mikil og góð sátt náðist. (Gripið fram í.) Ég hef vissar áhyggjur (Forseti hringir.) af því að þær umræður sem hafa verið hér, um að það eigi að ríkja ósátt í þessu máli, verði undirliggjandi (Forseti hringir.) í þeirri vinnu sem er fram undan.