144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:36]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka tíma til að deila hinni miklu þingreynslu með mér og benda á að ég fari hér með samsæriskenningar, dylgjur og grípi hluti úr lausu lofti. Hann hvetur mig til að setja mig efnislega inn í málið, sem ég taldi mig raunar hafa gert. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann geti þá veitt mér leiðbeiningar um það hvernig lesa eigi fylgiskjal með frumvarpinu, umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, öðruvísi en svo að ekki hafi verið gert ráð fyrir lögunum um náttúruvernd í fjárlögum þrátt fyrir að lögin eigi og hafi átt síðustu 15 mánuði að taki gildi núna á miðvikudaginn og gildi hálft þetta ár. Er það ábyrg stjórnun fjármála ríkisins eða er það yfirsjón, annaðhvort viljandi eða óvart, af hálfu þeirra sem með náttúruvernd fara í ríkisstjórninni?