144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:39]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér heyrist ég þurfa að endurtaka mig þar sem hv. þingmaður kom afskaplega lítið inn á efnislega athugasemd mína sem er sú að allt síðasta ár var planið ekki það að fresta gildistöku. Planið allt síðasta ár var að 1. júlí á þessu ári tækju gildi lög sem búið var að meta til fjárlaga og átti að setja inn í fjárlög. Hvað klikkaði? Klikkaði hv. fjárlaganefnd eða klikkaði umhverfis- og samgöngunefnd eða hæstv. ráðherra?

Þetta er nokkuð skýrt hjá ráðuneytinu, ekki er gert ráð fyrir þessum fjármunum í fjárlögum yfirstandandi árs. Hálft þetta ár áttu lögin að gilda.